fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Egill varar Þórhildi við: „Bíddu bara þangað til þú ferð í ríkisstjórn – þá færðu að kenna á því“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. maí 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjörugar umræður fara nú fram á Facebook-síðu Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingflokksformanns Pírata. Þórhildur skrifaði stutta færslu sem vakti talsverða athygli, en í henni sagði hún:

„Af gefnu tilefni: Að gagnrýna einhvern/eitthvað jafngildir því ekki að hata einhvern/eitthvað.“

Sjónvarps- og fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason lagði orð í belg undir færslu Þórhildar og sagði að vera orðið að vandamáli hvernig talað er um stjórnmálafólk:

„Bíddu bara þangað til þú ferð í ríkisstjórn – þá færðu að kenna á því. Í alvöru. Það er sjálfstætt vandamál hvernig er talað um stjórnmálafólk núorðið. Og ég á ekki von á að næsta ríkisstjórn verði undanþegin,“ sagði Egill og tók Þórhildur undir það.

„Ég hef alveg fengið að kenna á því Egill og get tekið undir að umræðan getur orðið ansi óvægin. En orð mín hér að ofan standa eftir sem áður.“

Því svaraði Egill svona: „Mynduð fá þrjá mánuði áður en svikabrigslin byrja. Svona er þetta. Hræðilegt ástand. Enda ysta hægrið að ná völdum í hverju landinu á fætur öðru.“

Egill bætti svo við að það væri allt annað að vera í stjórnarandstöðu en stjórn.

„Þá mætir maður á vettvang með háleit markmið, þau þynnast út í stjórnarmyndunarviðræðum, við tvo, jafnvel þrjá, aðra flokka. Svo er komið inn í ráðuneyti og þá komast ráðherrarnir að því að þeir eru ekki vel að sér um mál, kunna lítt að fá framgang og að tregða ríkir allt í kringum þá. Og það þarf að fá fjárveitingar og semja um forgangsröðun og þar fram eftir götunum,“ sagði Egill og bætti við að stjórnkerfið okkar væri langt í frá skilvirkt.

„Og þá líða mánuðir og nýbakaðir ráðherrar komast að því að völd þeirra eru í raun mjög takmörkuð og þeir geta ekki komið í verk nema litlu af því sem þeir ætluðu að gera. Ekki af því þeir séu vont fólk eða meini illa. En eins og andrúmsloftið er í stjórnmálunum verður þetta allt lagt út á versta veg og ráðherrarnir munu eyða miklum tíma í að slökkva elda hér og þar. Svona er pólitíkin núna, við skulum athuga að allar ríkisstjórnir sem hafa setið hér í langan tíma hafa orðið feikilega óvinsælar. Gleymum t.d. ekki hvernig síðasti hluti valdaferils Jóhönnu var. Og sömu örlög bíða næstu ríkisstjórnar – sem miðað við skoðanakannanir ætti að vera til vinstri.“

Umræðurnar má sjá í heild sinni hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt