fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Stjórn Skóla ehf víkur leikskólastjóranum á Sólborg – Færa tvær deildir vegna myglu

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 29. maí 2024 11:40

Foreldrar leikskólabarna í Sandgerði hafa verið mjög reið út af leikskólamálunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Skóla ehf hefur ákveðið að skipta um leikskólastjóra á leikskólanum Sólborg í Sandgerði. Stjórnarformaðurinn segir að myglu og mannekluvandamálin eigi að leysast þegar starfsemin verður flutt í nýtt húsnæði.

DV fjallaði um málið á laugardag. En foreldrar leikskólabarna í bænum hafa lýst mikilli reiði gagnvart bæjarstjórn og rekstraraðilanum Skólum ehf, sem tóku við starfseminni á síðasta ári af Hjallastefnunni. Er gremjan vegna mikillar manneklu, lokunum deilda, mygluvanda, veikindum og ráðningu leikskólastjóra sem sumt starfsfólk var ekki sátt með.

Leikskólastjórinn hættir samstundis

Til að bregðast við stöðunni héldu Skólar ehf starfsmannafund, þar sem einnig voru mættir nokkrir foreldrar. Var mikið rætt um stöðu leikskólastjórans. Beint í kjölfarið var haldinn stjórnarfundur með formanni starfsmannafélags Suðurnesja sem talaði fyrir hönd starfsmannsins.

Í tilkynningu til foreldra og starfsmanna segir Guðmundur Pétursson, stjórnarformaður, að tekin hafi verið ákvörðun um að leikskólastjórinn hætti samstundis. Búið sé að ræða við hana og vinni hún ekki meira við leikskólann Sólborg.

Sjá einnig:

Mikil reiði foreldra í garð bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar vegna myglaðs leikskóla – „Hafið manndóm og kallið til neyðarfundar strax!“

Tímabundið mun aðstoðarleikskólastjóri sinna störfum leikskólastjóra. Lögum samkvæmt verði staðan auglýst innan tíðar.

Vonast Guðmundur til þess að skapist friður um verkefnið. Það þurfi samstarf til þess að byggja upp flottan skóla.

Tjáir sig ekki um málefni starfsmanns

Í samtali við DV segist Guðmundur ekki geta tjáð sig um uppsögnina þar sem um sé að ræða málefni einstaks starfsmanns.

Hvað önnur vandamál skólans segir hann að þau muni lagast, svo sem mygluvandann.

Guðmundur Pétursson stjórnarformaður Skóla ehf.

„Við eigum ekki húsnæðið. Við eigum erfitt með að gera nokkuð í því í sjálfu sér,“ segir Guðmundur. Við erum að færa núna tvær deildir yfir á skólasel í grunnskólanum í Sandgerði. Það eru deildirnar þar sem talið er að sé mygla.“

Ástandið verði annað í haust

Hann jánkar því að það hafi verið mikil mannekla í vetur og það hafi þurft að loka deildum. Ástæðan séu mikil veikindi.

„Þetta er gamall vandi sem er að koma upp þarna. Þetta mun lagast í sjálfu sér þegar við erum búin að flytja deildirnar tvær sem mestu veikindin hafa verið á. Þegar við komum úr sumarleyfi förum við í nýtt og glæsilegt húsnæði,“ segir hann. Ástandið verði allt annað í haust.

Eins og áður segir hefur gagnrýni foreldra að mestu leyti verið gagnvart bæjarstjórn. Eins og DV greindi frá á laugardag verða málefni Sólborgar rædd á fundi bæjarráðs í dag, miðvikudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Í gær

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi
Fréttir
Í gær

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“
Fréttir
Í gær

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Í gær

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars
Fréttir
Í gær

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli