Enzo Maresca er að taka við Chelsea af Mauricio Pochettino og ljóst er að hann færi að kaupa inn leikmenn í sumar. The Sun stillti upp hugsanlegu byrjunarliði undir hans stjórn.
Chelsea tókst að landa Sambandsdeildarsæti í vor þrátt fyrir erfitt tímabil lengi vel en Pochettino er þó horfinn á braut og Maresca, sem yfirgefur Leicester, tekur við.
Chelsea hefur verið orðað við nokkra leikmenn og stærsta nafnið er sennilega Victor Osimhen hjá Napoli.
Þá er Rico Lewis, sem Maresca starfaði með hjá Manchester City, einnig nefndur. Einnig eru markvörðurinn James Trafford hjá Burnley á blaði og Tosin Adarabioyo.
Loks gæti Chelsea fengið Kieran Dewsbury-Hall frá Leicester.
Hér að neðan er mögulegt byrjunarlið Chelsea á næstu leiktíð.