fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Inga Sæland syrgir góðan vin: „Takk fyrir allar gleðistundirnar“

Fókus
Miðvikudaginn 29. maí 2024 08:40

Inga Sæland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samúðarkveðjum hefur rignt yfir Ingu Sæland, þingkonu og formann Flokks fólksins, á Facebook en Inga syrgir nú góðan vin.

„Elsku litli Lopi minn er dáinn. Tæplega 10 ára lítill Tjúa strákur með huga ljónsins og passaði okkur öll af hugrekki sínu og elsku. Lopi var lítill keisarastrákur fæddur 18. júní 2014. Hann var mikill karakter og lét okkur heyra það ef við vorum eitthvað að aðhafast sem honum var á móti skapi. Hann átti sérstakt samband við Dullu litlu mömmu sína sem er enn hér og saknar hans mikið,“ sagði Inga í færslu á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi.

Inga segir að bað hafi verið eitt af því sem var ekki í uppáhaldi hjá Lopa, en hann var loðinn og þurfti stundum á skolun að halda, segir Inga. Rifjar hún upp að aðeins hún hafi mátt baða hann.

„Í morgun þegar hann var að kveðja þá notaði hann síðustu kraftana til að koma til mín og biðja mig að taka sig í fangið. Elsku litli vinur minn, takk fyrir allar gleðistundirnar, ástina og kærleikann sem við áttum saman. Guð blessi þig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram