Hver sem verður stjóri Manchester United á næstu leiktíð þarf að fylgja skýrum reglum Sir Jim Ratcliffe. The Sun fjallar um málið.
Staða Erik ten Hag sem stjóri United er í óvissu en það er spurning hvort sigur í enska bikarnum um síðustu helgi hafi dugað til að haldast í starfi.
Ratcliffe og fyrirtæki hans INEOS eru nýjustu hluthafar í United og hafa tekið yfir knattspyrnuhlið rekstursins. Hvort sem Ten Hag eða annar verður við stjórnvölinn þarf sá hinn sami allavega að fylgja fimm reglum sem Ratcliffe hefur sett.
Hér að neðan eru reglurnar fimm.
1. Ekki kaupa leikmann sem er eldri en 25 ára.
2. Ekki kaupa stórstjörnu.
3. Leikstíll verður ákveðinn af Jason Wilcox, tæknilegum ráðgjafa félagsins.
4. Knattspyrnustjóri verður spurður út í hvaða stöðu hann vill styrkja, ekki hvaða leikmann hann vill fá.
5. INEOS útbýr þriggja manna lista fyrir hverja stöðu og velur knattspyrnustjóri út frá honum hvaða leikmann hann vill fá.