Elías Már Ólafsson átti frábæra innkomu fyrir lið NAC Breda sem spilaði við Excelsior í Hollandi í kvöld.
Um var að ræða mikilvægan leik en NAC Breda er í umspilsleik um að koma sér í efstu deild.
Íslendingurinn kom inná sem varamaður á 67. mínútu en þá var staðan 3-2 fyrir heimamönnunum í NAC Breda.
Elías skoraði tvö mörk eftir innkomuna en lið hans vann að lokum flottan 6-2 heimasigur.
Seinni leikurinn er á heimavelli Excelsior sem enduðu leikinn tveimur mönnum færri.