fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Ákæran gegn Pétri Jökli birt – Ekki ákærður fyrir peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi eins og hinir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 29. maí 2024 09:00

Pétur Jökull.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur nú birt Pétri Jökli Jónassyni ákæru í stóra kókaínmálinu og hefur DV ákæruna undir höndum.

Pétur Jökull var eftirlýstur af Interpol að beiðni íslenskra lögregluyfirvalda vegna gruns um að hann hefði tekið þátt í stóra kókaínmálinu. Fjórir menn voru sakfelldir í málinu í fyrra og hlutu þunga dóma. Þyngsta dóm­inn hlaut Páll Jóns­son timb­ur­sali, níu ára fangelsi. Hann stóð að baki timb­ur­send­ing­unni frá Bras­il­íu sem haldlögð var í Hollandi og kókaíninu skipt út fyrir gerviefni. Magn efnanna var rétt tæplega 100 kg. Hinir sakborningarnir þrír fengu fimm til sex og hálfs árs fangelsi.

Fljótlega eftir að Pétur Jökull var eftirlýstur í vetur var álitið að hann væri viðriðinn stóra kókaínmálið og var það staðfest fljótlega eftir komu hans hingað til landsins 28. febrúar. Hann skilaði sér sjálfur til landsins en var handtekinn við komuna og úrskurðaður í gæsluvarðhald.

Gæsluvarðhaldið hefur verið framlengt nokkrum sinnum og tókst að gefa út ákæru rétt áður en hann hafði setið 12 vikur í gæsluvarðhaldi samfleytt en ekki má halda sakborningi lengur í gæsluvarðhaldi en þann tíma án þess að gefa út ákæru.

Ákærður fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnabrot

Pétur Jökull er ákærður fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnabrots með því að hafa ásamt hinum sakborningunum fjórum staðið að innflutningi á 99,25 kg af kókaíni hingað til lands frá Brasilíu með viðkomu í Rotterdam í Hollandi. Athygli vekur að hann er ekki ákærður fyrir peningaþvætti og skipulagða brotastarfsemi eins og hinir sakborningarnir fjórir.

Staðfestir ekki að hafa hitt Pétur Jökul

Sem fyrr segir hefur gæsluvarðhald yfir Pétri Jökli nokkrum sinnum verið framlengt en einu sinni hafnaði héraðsdómur beiðni lögreglu um gæsluvarðhald yfir honum. Gæsluvarðhaldskröfur hafa einkum verið byggðar á vitnisburði eins fjórmenninganna sem segist hafa verið í talsverðum samskiptum við Pétur varðandi það að fjarlægja fíknefnin  (sem reyndust vera gerviefni) út timbrinu eftir flutninginn hingað til lands. Segist sá sakborningur eingöngu hafa tekið við fyrirmælum frá Pétri.

Hins vegar hefur þessi sakborningur aldrei staðfest að maðurinn sem hann átti í þessum samskiptum við hafi verið Pétur Jökull Jónasson, aðeins að það hafi verið einhver Pétur. Þá kveðst hann ekki vera viss um að hann hafi þekkt þann mann sem var eftirlýstur og fjallað var um í fjölmiðlum með myndum af Pétri Jökli.

Einnig tefldi lögregla fram til stuðnings kröfu um gæsluvarðhald skýrslu af manni sem segist hafa kynnt Pétur Jökul fyrir umræddum sakborningi í málinu. Sá maður hefur hins vegar ekki hitt Pétur Jökul í mörg ár og er þetta því nokkuð á reiki.

Fram hefur komið í gæsluvarðhaldsúrskurðum að Pétur Jökull hefur ávallt neitað sök og að lögmaður hans, Snorri Sturluson, hefur staðfastlega haldið því fram að engin sönnunargögn í málinu fullnægi skilyrðum um „sterkan grun“.

Málið gegn Pétri Jökli Jónassyni verður þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 4. júní næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“