Þeir hittu líklega fjarskylda ættingja sína, Neanderdalsmennina, fljótlega eftir komuna til Evrópu. Neanderdalsmennirnir voru með stórt höfuð, miklar augabrýr og sveran búk. Þeir höfðu verið lengi í Evrópu og höfðu lagað sig að svölu loftslaginu þar.
Næsta árþúsundið lifðu þessar tvær tegundir í Evrópu, þær hittust, áttu samskipti og mökuðust.
Nú, tugþúsundum ára síðar, er enn hægt að finna ummerki um þessa blöndun tegundanna í nútímamönnum, erfðaefni frá Neanderdalsmönnum. Þessi DNA hafa áhrif á okkur, bæði lítil og mikil, allt frá útliti okkar til hættunnar á að fá sjúkdóma.
„Á sumum sviðum er erfðamengi okkar meira frá Neanderdalsmönnum komið en frá mönnum,“ sagði Joshua Akey, prófessor í erfðafræði við Princeton háskóla, við Live Science.
Neanderdalsmenn voru nánustu ættingjar okkar nútímamanna og við berum arfleið þeirra í okkur.
Sriram Sankararaman, prófessor í tölvunarfræði og erfðafræði við UCLA, sagði Live Science að í upphafi hafi nútímamenn erft allt erfðamengi Neanderdalsmanna. En með hverri kynslóð hafi þetta DNA verið brotið niður og stokkað upp í ferli sem kallast erfðafræðileg endurröðun.
DNA Neanderdalsmanna var almennt séð „skaðlegt“ fyrir nútímamenn og því var því eytt hratt úr DNA nútímamanna í þróunarferlinu. Þetta endaði með því að í stóran hluta DNA nútímamanna vantar DNA úr Neanderdalsmönnum að sögn Sankararaman.