Timo Werner verður áfram hjá Tottenham á næstu leiktíð en þetta hefur félagið staðfest.
Um er að ræða þýskan sóknarmann sem kom til félagsins á lánssamningi frá RB Leipzig í janúar.
Werner stóð sig ágætlega eftir komuna en hann lék áður með Chelsea í efstu deild Englands.
Werner mun aftur spila á láni hjá liðinu út næstu leiktíð og er möguleiki á að hann verði svo keyptur endanlega.
Þjóðverjinn er 28 ára gamall og á tvö ár eftir af samningi sínum í Þýskalandi.