Það eru ekki allir sem muna eftir varnarmanninum Sepp van de Berg sem er á mála hjá Liverpool á Englandi.
Van den Berg kom til Liverpool fyrir um fimm árum síðan en hann er 22 ára gamall í dag.
Hollendingurinn hefur ekki spilað deildarleik fyrir Liverpool og hefur þrisvar sinnum verið sendur annað á lán.
Nú er greint frá því að ensk úrvalsdeildarfélög hafi áhuga á Van den Berg eftir frábæra frammistöðu með liði Mainz í Þýskalandi í vetur.
Liverpool ku vera opið fyrir því að selja en vill fá heilar 20 milljónir punda fyrir strákinn sem er ansi há upphæð fyrir leikmann sem hefur enn ekki spilað keppnisleik fyrir liðið.
Hann er samningsbundinn Liverpool til 2026 og er ekki líklegt að liðið muni nýta sér krafta hans næsta tímabil.