Manchester United er til í að borga 60 milljónir punda fyrir Jarrad Branthwaite, miðvörð Everton í sumar. Ekki er víst að það dugi.
Enski miðillinn Daily Star segir frá þessu en Branthwaite, sem verður 22 ára gamall í sumar, átti frábært tímabil í hjarta varnarinnar hjá Everton.
Talið er að Everton vilji um 80 milljónir punda, eigi félagið að selja hann í sumar. Sir Jim Ratcliffe, nýjasti hluthafi í United, vill þó ekki borga of mikið og líklegra að félagið bjóði nær 60 milljónum punda.
Standi Everton fast á sínu gæti United dregið sig úr viðræðum þar sem Ratcliffe vill sem fyrr segir ekki yfirbjóða í leikmanninn.