fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Dauðsér eftir því að hafa haldið framhjá eiginmanninum með nuddkonu í Taílandi

Fókus
Þriðjudaginn 28. maí 2024 20:29

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sex ár eru liðin en ég er með svo mikla sektarkennd að hafa haldið framhjá eiginmanni mínum. Ég get ekki sofið og ég held að eina leiðin til að halda áfram er að segja honum sannleikann.“

Svona hefst bréf konu til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Deidre.

Konan er 35 ára og eiginmaður hennar er 37 ára. Þau hafa verið gift í sjö ár.

„Að þessu utanskildu höfum við alltaf verið opin og hreinskilin við hvort annað. Ég veit ekki betur en að þetta sé það eina sem hefur komið upp á,“ segir hún og fer yfir málið.

„Ég var svo spennt þegar vinkonur mínar stungu upp á því að við myndum bóka okkur ferð til Taílands. Það hafði verið draumaáfangastaður í mörg ár og það var margt sem mig langaði að skoða og gera. Meðal þess var hefðbundið taílenskt nudd. Vinkona mín talaði svo mikið um hvað það væri afslappandi og róandi þannig þegar ég sá að það væri hægt að bóka nudd á hótelinu þá stökk ég á tækifærið. Það er óhætt að segja að ég hafi notið þess.“

Konan segir að hún hafi alveg búist við því að þykja þetta gott. „En þetta gekk aðeins lengra en það og nuddkonan lét mig fá fullnægingu. Eftir á hyggja þá veit ég að ég hefði átt að stöðva hana, en í augnablikinu var snerting hennar svo góð. Ég gat ekki annað en farið aftur eftir fyrsta nuddtímann og ég fór þó nokkrum sinnum aftur áður en við flugum heim.

Í hvert skipti fékk ég það og ég naut þess líka að endurgjalda greiðann.

Ég fékk samviskubit um leið og ég kom heim og mér líður ömurlega yfir þessu. Ég veit ekki hvað ég var að hugsa. Ég veit að ég þarf að segja honum sannleikann en ég er hrædd um að hann muni bregðast illa við.“

Ráðgjafinn svarar:

„Það er skiljanlegt að þú sért með samviskubit en spurðu þig að einu: Mun það hjálpa að segja eiginmanni þínum?

Þér mun kannski líða betur í nokkrar sekúndur en þetta mun særa hann og þú átt alveg örugglega eftir að eyðileggja samband ykkar, sem er annars hamingjusamt.

Ef hann hættir ekki með þér þá mun hann aldrei treysta þér aftur almennilega.

Það hljómar eins og þú hefur lært af mistökum þínum. Ef þú getur ekki lifað með sektarkenndinni, er ekki betra að tala um þetta við sálfræðing í trúnaði?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram