Borussia Dortmund er til í að hlusta á tilboð í sóknarmanninn Karim Adeyemi í sumar.
Sky í Þýskalandi segir frá þessu en það eru nokkur félög í ensku úrvalsdeildinni áhugasöm um þennan 22 ára gamla leikmann.
Adeyemi gekk í raðir Dortmund sumarið 2022 en hefur ekki sett mark sitt á liðið alveg eins og vonast var eftir. Þó hefur hann sýnt flotta takta inn á milli og er það nóg til að vekja áhuga annars staðar frá.
Dortmund undirbýr sig undir það að losa Adeyemi í sumar. Hann er þó samningsbundinn í þrjú ár í viðbót og rétt tilboð þarf að berast.