Vélin, Airbus A320, sem var með 148 farþega um borð, var að gera sig klára fyrir flugtak þegar farþegar urðu varir við reykinn eins og sést á meðfylgjandi myndbandi.
Slökkvilið flugvallarins var kallað út en um var að ræða lítils háttar eld í hreyflinum sem tók skamma stund að slökkva. Engin slys urðu á fólki og var farþegum komið fyrir í annarri flugvél.