Ryan Gravenberch var spurður út í framtíð sína hjá Liverpool eftir tímabil þar sem hann var ekki í ýkja stóru hlutverki.
Hollenski miðjumaðurinn gekk í raðir Liverpool frá Bayern Munchen síðustu leiktíð en margir héldu að hann myndi spila meira.
„Vonandi verð ég hér hjá Liverpool næstu árin. Þetta er frábært félag,“ segir Gravenberch um framtíð sína.
Arne Slot er að taka við Liverpool af Jurgen Klopp og telur Gravenberch hans bolta henta sér vel.
„Ég hef aldrei rætt við Arne Slot en hann vill spila sóknarbolta. Ég myndi halda að það henti mér ansi vel en við sjáum til.“
Gravenberch er alinn upp hjá Ajax og er samningsbundinn Liverpool í fjögur ár til viðbótar.