Íslenska kvennalandsliðið spilar við það austurríska í undankeppni EM á föstudag. Liðið er komið saman í borginni Salzburg.
Bæði lið eru með 3 stig í riðlinum eftir sigra á Póllandi og töp gegn Þýskalandi. Tvö efstu lið riðilsins fara beint á EM og neðri tvö í umspil.
Sigur á föstudag setur Stelpurnar okkar í góða stöðu fyrir framhaldið. Leikurinn hefst klukkan 16 að íslenskum tíma.
Hér að neðan eru myndir sem KSÍ birti frá æfingu dagsins.