Þrír leikmenn eru jafnir yfir þá sem hafa skapað flest færi í fyrstu átta umferðum Bestu deildar karla.
Um er að ræða þá Kjartan Kára Halldórsson, Jóhann Árna Gunnarsson og Jónatan Inga Jónsson. Allir hafa þeir skapað 21 færi.
Ef horft er til þeirra sem hafa búið til flest færi að meðaltali í leik er Gylfi Þór Sigurðsson efstur á þessum tíu manna lista með 3,3 færi. Kjartan Kári er næstur með 2,9.
Sköpuð færi í Bestu deildinni
1. Kjartan Kári Halldórsson (FH) – 21
2. Jóhann Árni Gunnarsson (Stjarnan) – 21
3. Jónatan Ingi Jónsson (Valur) – 21
4. Daníel Hafsteinsson (KA) – 19
5. Johannes Vall (ÍA) – 19
6. Gylfi Þór Sigurðsson (Valur) – 18
7. Benedikt Warén (Vestri) – 17
8. Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) – 17
9. Arnþór Breki Ástþórsson (Fylkir) – 16
10. Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur) – 15
Tölfræði frá Fotmob