Það er enginn Thibaut Courtois í belgíska landsliðshópnum fyrir EM í Þýskalandi þrátt fyrir að hann sé snúinn aftur eftir meiðsli.
Courtois hefur verið frá næstum allt tímabilið með Real Madrid vegna krossbandsslits en sneri þó aftur í vor og spilaði fjóra leiki.
Hann er hins vegar ekki valinn og er það talið vera vegna ósættis við Domenico Tedesco, landsliðsþjálfara. Hófst það síðasta sumar eftir að markvörðurinn var ekki gerður að fyrirliða fyrir leiki gegn Austurríki og Eistlandi síðasta sumar í kjölfar þess að Eden Hazard hafði lagt skóna á hilluna.
Annars eru kunnugleg nöfn í hópnum eins og Kevin De Bruyne, Romelu Lukaku, Leandro Trossard, Jan Vertonghen og Jeremy Doku.
EM hefst 14. júní og Belgía er í riðli með Slóvakíu, Rúmeníu og Úkraínu.
Hér að neðan má sjá hópinn í heild.