Cristiano Ronaldo skellti sér á samfélagsmiðla eftir að hafa bætt enn eitt metið á knattspyrnuferlinum í gær.
Hinn 39 ára gamli Ronaldo skoraði tvö mörk í 4-2 sigri Al-Nassr á Al-Ittihad og gerði þar með 35 mörk á tímabilinu. Bætti hann þar með met Abderrazak Hamdallah, sem skoraði 34 mörk á einni leiktíð í sádiarabísku deildinni 2018-2019.
Þá varð Ronaldo sömuleiðis fyrsti leikmaðurinn í sögunni til að verða markakóngur í fjórum deildum. Hafði hann áður náð því á Englandi, Spáni og Ítalíu.
„Ég elti ekki metin, metin elta mig,“ skrifaði Ronaldo á samfélagsmiðla eftir að hafa skráð sig á sögubækurnar í gærkvöldi.
I don’t follow the records, the records follow me. 🇸🇦 pic.twitter.com/rqywmmTfZD
— Cristiano Ronaldo (@Cristiano) May 27, 2024