fbpx
Föstudagur 18.apríl 2025
Fréttir

Vísindamenn segjast hafa læknað mann með sykursýki

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. maí 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn í Kína segjast hafa læknað 59 ára karlmann af sykursýki. Til er tvenns konar sykursýki, sykursýki 1 og 2, og var maðurinn með týpu 2 sem er mun algengari en sú fyrri. Gekkst maðurinn undir stofnfrumumeðferð árið 2021 og hefur hann ekki þurft á lyfjum að halda síðan 2022.

Í umfjöllun Mail Online kemur fram að vísindamenn hafi búið til frumur sem finnast í briskirtlinum og stuðla að myndun insúlíns og halda blóðsykrinum í jafnvægi.

Maðurinn hafði verið með sykursýki í 25 ár og þurft á lyfjum að halda á hverjum degi. Er talið að þetta sé fyrsta tilfellið þar sem einstaklingur læknast af sykursýki.

Vísindamenn segja að þetta dæmi gefi góða von upp á framhaldið.

„Ég held að þessi niðurstaða sýni vel þær framfarir sem hafa orðið í stofnfrumumeðferðum fyrir sykursjúka,“ segir Timothy Kieffer, prófessor við University of British Columbia í Kanada, í samtali við South China Morning Post. Tekið er fram að Timothy hafi ekki verið í hópi þeirra vísindamanna sem tóku þátt í rannsókninni.

Óvíst er þó hvort eða hvenær hægt verður að bjóða upp á meðferðina fyrir þá fjölmörgu sem þjást af sykursýki. Gera þarf rannsóknir á fleiri sjúklingum og ef vel tekst til finna út leið til að hraða ferlinu þar sem stofnfrumumeðferðir eru afar tímafrekar og dýrar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum
Fréttir
Í gær

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar