fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Kolbrún áhyggjufull: „Slíkar fréttir valda okkur flestum óhug“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. maí 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, hefur lagt fram tillögu um að borgarráð samþykki að fela velferðarsviði að bjóða eldra fólki í Reykjavík upp á samtalsþjónustu.

Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag gerir hún ofbeldi gegn eldra fólki að umtalsefni og vísar meðal annars í fund Landssambands eldri borgara þar sem fram kom að ofbeldi gegn eldra fólki hefði aukist.

„Slík­ar frétt­ir valda okk­ur flest­um óhug. Rann­sókn­arniður­stöður sýna að gerend­ur eru oft­ast ein­hverj­ir í innsta hring eða sá sem viðkom­andi er háður og nýt­ur stuðnings frá. Aldraðir eru þess vegna ólík­legri til að til­kynna of­beldið,“ segir Kolbrún í grein sinni.

Alið upp við að bera harm sinn í hljóði

Kolbrún segir að tillaga Flokks fólksins á dögunum sé lögð til sökum þess að besta forvörnin gegn ofbeldi í garð eldra fólks sé samtalið.

„Í gegn­um sam­talið gefst tæki­færi til að kanna líðan og hlusta eft­ir því hvort eitt­hvað amar að. Margt eldra fólk í dag var alið upp við að bera harm sinn í hljóði, harka af sér og vera ekki að kvarta. Einnig var al­gengt að forðast það að vera byrði á öðrum,“ segir hún.

Bætir hún við að ábyrgðin sé samfélagsleg og þau sem um­gang­ast eldra fólk þurfi að vera vak­andi. Þau þurfi einnig að vera áræðin og þora að stíga fram og benda á ef þau heyra eða sjá merki um of­beldi, ef vís­bend­ing­ar eða grun­ur er um að aldraður ein­stak­ling­ur sé beitt­ur of­beldi af ein­hverju tagi.

„Það er ekki óal­gengt að þolend­ur of­beld­is segi ekki frá því held­ur ein­angri sig. Þessi ald­urs­hóp­ur er eng­in und­an­tekn­ing á því. Auðvitað má ætla að þeir sem eru ein­stæðing­ar, eiga ekki fjöl­skyldu sem heim­sæk­ir þá, séu frek­ar einmana en þeir sem njóta stuðnings sinna nán­ustu. Þeir sem búa á hjúkr­un­ar­heim­ili geta verið einmana þótt þeir um­gang­ist bæði annað heim­il­is­fólk og starfs­fólk. Það er nánd­in, tengsl­in og snert­ing­in sem skipt­ir máli en um­fram allt er það sam­talið sem er besta for­vörn­in gegn ein­mana­leika.“

Gefast ekki upp

Kolbrún segir að eldra fólki upp til hópa, án tillits til aðstæðna og umhverfis, sárlangi í fleiri stundir til að spjalla við aðra.

„Starfs­fólk hjúkr­un­ar­heim­ila er oft und­ir álagi t.d. vegna und­ir­mönn­un­ar og get­ur því ekki verið sá fé­lags­skap­ur sem heim­il­is­fólk get­ur átt gæðastund með. Einnig eru aðstæður nú víða þannig að meiri­hluti starfs­fólks skil­ur ekki mikla ís­lensku og tal­ar hana jafn­vel tak­markað. Vel­ferðar­tækni hef­ur vissu­lega rutt sér til rúms og skilað góðum ár­angri,“ segir Kolbrún og nefnir skjáheimsóknir sem dæmi um velferðartækni sem hefur skilað góðum árangri.

„Í skjá­heim­sókn fer fram myndsím­tal milli starfs­manns heimaþjón­ustu og íbúa, þar sem boðið er upp á fjöl­breytta þjón­ustu. Það geta ekki all­ir í þess­um ald­urs­hópi nýtt sér vel­ferðar­tækni eins og gef­ur að skilja. Þessi ald­urs­hóp­ur er e.t.v. sá minnst tækni­væddi af öll­um ald­urs­hóp­um utan þeirra allra yngstu.“

Kolbrún bendir að lokum á að Flokkur fólksins hafi í febrúar 2023 í lagt í annað sinn til að stofnað yrði sálfélagslegt meðferðarúrræði fyrir eldri borgara sem búa á hjúkrunarheimilum eða í heimahúsi. Sú tillaga var felld.

„Nú er gerð enn ein til­raun­in. Flokk­ur fólks­ins er ekki til­bú­inn að gef­ast upp í þessu máli því það get­ur skipt sköp­um fyr­ir eldra fólk að hafa ein­hvern að tala við, ein­hvern sem hlust­ar. Það er ekki nóg að auka ein­göngu sam­skipti í gegn­um skjá­inn held­ur þarf einnig að standa vörð um sam­veru og ná­lægð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks