Cristiano Ronaldo bætti í kvöld markametið á einni leiktíð í sádiarabísku deildinni.
Hinn 39 ára gamli Ronaldo skoraði tvö mörk í 4-2 sigri Al-Nassr á Al-Ittihad og gerði þar með 35 mörk á tímabilinu. Bætti hann þar með met Abderrazak Hamdallah, sem skoraði 34 mörk á einni leiktíð 2018-2019.
Þá varð Ronaldo sömuleiðis fyrsti leikmaðurinn í sögunni til að verða markakóngur í fjórum deildum. Hafði hann áður náð því á Englandi, Spáni og Ítalíu.
Ronaldo er samningsbundinn Al-Nassr út næstu leiktíð.