Það á líklega við um verkefni sem lögreglumenn í Þrændalögum í Noregi tókust á við aðfaranótt sunnudags.
Þá voru þeir sendir að heimili einu vegna nakinnar konu sem neitaði að yfirgefa húsið.
„Konan býr ekki þarna, var ekki velkomin, neitaði að klæða sig og neitaði að fara,“ sagði Ellen Maria Brende, varðstjóri, í samtali við TV2.
Húsráðendur sáu sér ekki annað fært en að óska eftir aðstoð lögreglunnar vegna málsins.
„Það er ekki oft sem við fáum tilkynningar af þessu tagi, en ekkert kemur okkur á óvart,“ sagði Brende.
Hún sagði að lögreglumönnum hafi tekist að tala konuna til og fá hana til að klæða sig. „Kona á þrítugsaldri klæddi sig og var ekið heim af lögreglunni,“ sagði í tilkynningu frá lögreglunni um málalok.