fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Eyjan

Skuggalegar niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar

Eyjan
Þriðjudaginn 28. maí 2024 07:00

Trump og Biden takast á um forsetaembættið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sýna að meirihluti Bandaríkjamanna óttast að til ofbeldisverka geti komið í kjölfar forsetakosninganna í nóvember.

Heimsbyggðin fylgdist með í beinni útsendingu þegar stuðningsfólk Donald Trump réðst inn í bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021. Æstur skríllinn braut sér leið inn í bygginguna og þingmenn urðu að leggja á flótta.

Meirihluti Bandaríkjamanna óttast að til ofbeldisverka geti komið í kjölfar forsetakosninganna í nóvember næstkomandi.

Reuters skýrir frá þessu en fréttastofan gerði skoðanakönnun um þetta í samvinnu við Ipsos.

68%, þeirra sem svöruðu, sögðust sammála þeirri fullyrðingu að þeir hafi áhyggjur af að öfgasinnar muni grípa til ofbeldis ef þeir verða ósáttir við úrslit kosninganna.

83% af aðspurðum Demókrötum voru sammála þessari fullyrðingu en hjá Repúblikönum var hlutfallið 65%.

Reuters segir að Donald Trump sé kominn nokkuð á veg með að skipuleggja hvernig hann mun véfengja úrslit kosninganna ef þau verða honum ekki í hag.

Í samtali við Time Magazine sagðist Trump ekki útiloka að til „pólitísks ofbeldis“ kunni að koma í tengslum við kosningarnar og sagði að það velti á „sanngirni“ úrslitanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Karl ráðinn aðstoðarforstjóri KAPP

Ólafur Karl ráðinn aðstoðarforstjóri KAPP
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Formaður Neytendasamtakanna: Vextir lækka ekki nema skipt verði um hugmyndafræði hjá Seðlabankanum

Formaður Neytendasamtakanna: Vextir lækka ekki nema skipt verði um hugmyndafræði hjá Seðlabankanum