Paris Saint-Germain er ekki lengur á eftir Bernardo Silva samkvæmt franska miðlinum Le Parisien.
Portúgalinn 29 ára gamli hefur oft verið orðaður við PSG en City vill halda honum hjá sér.
Nú er PSG sagt hafa gefist upp á að reyna við Silva, sem á tvö ár eftir af samningi sínum við City. Horfir Parísarfélagið nú á aðra kosti.
Silva gekk í raðir City árið 2017 og hefur hann átt stóran þátt í velgengni liðsins síðan.