Southampton er að kaupa Taylor Harwood-Bellis frá Manchester City, en leikmaðurinn var á láni hjá félaginu á þessari leiktíð.
Southampton tryggði endurkomu sína í ensku úrvalsdeildina eftir árs fjarveru með því að sigra Leeds í úrslitaleik umspils B-deildarinnar í gær. Úrslitin þýða að félagið þarf að kaupa Harwood-Bellis á 20 milljónir punda vegna samkomulags við City þegar leikmaðurinn var lánaður.
Harwood-Bellis er 22 ára gamall miðvörður sem var algjör lykilmaður í liði Southampton á leiktíðinni. Hann er uppalinn hjá City en hefur einnig leikið með Anderlecht, Blackburn, Burnley og Stoke á láni.
🔴⚪️🤝🏻 Southampton have triggered mandatory buy option clause for Taylor Harwood-Bellis after being promoted to Premier League.
Manchester City receive £20m fee for 22 year old defender. pic.twitter.com/OLY0HZxQwt
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 27, 2024