fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Svara fyrir gagnrýni eftir umdeilt viðtal við Ten Hag

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 27. maí 2024 17:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Lineker og Alan Shearer hafa svarað fyrir gagnrýni sem þeir fengu eftir viðtal við Erik ten Hag, stjóra Manchester United um helgina.

Ten Hag vann enska bikarinn með United um helgina gegn Manchester City og fór í viðtal við Shearer og Lineker á BBC eftir leik. Þar saumuðu þeir að Hollendingnum, meðal annars um framtíð hans sem talin er í mikilli óvissu þrátt fyrir sigurinn. United hafnaði í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Þetta er viðtalið sem um ræðir:

Var viðtalið sem fyrr segir gagnrýnt af mörgum en Shearer og Lineker fóru yfir stöðuna í The Rest Is Football hlaðvarpinu.

„Hann virkaði ekki ánægður frá upphafi viðtalsins. Svo skaut hann á Roy Keane svo það var eitthvað að angra hann. Ég spurði hvort honum hafi fundist spekingar hafa komið illa fram við hann, meðal annars við. Það er vinnan okkar að gera það inn á milli. Hann sagði klárlega,“ sagði Lineker þar.

Shearer tók svo til máls en hann segir þá félaga hafa verið í rétti á að sauma að Ten Hag.

„Hann á rétt á að hafa sínar skoðanir því hann hefur verið gagnrýndur og réttilega svo. Hans liðið hefur verið mjög slakt. Það átti hræðilegt tímabil í deildinni og ég held að enginn stuðningsmaður myndi deila um það. Að enda í áttunda sæti og fá öll þessi mörk á sig, þetta er til skammar.

Við þurftum að gagnrýna hann fyrir þessa hluti á tímabilinu. Ef við gerðum það ekki værum við ekki að sinna okkar starfi. Hann á samt rétt á að deila við þá sem honum finnst ósanngjarnir. Mér fannst ég samt í rétti til að segja það sem ég sagði,“ sagði Shearer.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

England: Dramatískur sigur Forest gegn Aston Villa

England: Dramatískur sigur Forest gegn Aston Villa
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leikmaður íslenska landsliðsins segir næsta landsliðsþjálfara þurfa að hafa þetta

Leikmaður íslenska landsliðsins segir næsta landsliðsþjálfara þurfa að hafa þetta
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tuchel ætlar ekki að breyta til

Tuchel ætlar ekki að breyta til
433Sport
Í gær

Fernandes kemur sínum manni til varnar eftir tvö slæm mistök – ,,Höfum bullandi trú“

Fernandes kemur sínum manni til varnar eftir tvö slæm mistök – ,,Höfum bullandi trú“
433Sport
Í gær

Landsliðsmaðurinn viðurkennir að val Arnars Þórs hafi verið „algjört sjokk“ fyrir sig

Landsliðsmaðurinn viðurkennir að val Arnars Þórs hafi verið „algjört sjokk“ fyrir sig