Ef ekkert óvænt gerist mun Enzo Maresca verða næsti knattspyrnustjóri Chelsea. Fabrizio Romano segir frá.
Romano segir að viðræður Maresca við Chelsea hafi farið vel um helgina, hann sé 100 prósent klár í starfið.
Maresca stýrði Leicester upp í ensku úrvalsdeildina í vor í fyrstu tilraun. Áður var hann aðstoðarþjálfari Pep Guardiola hjá Manchester City.
Aðstoðarmenn Guardiola virðast vera vinsælasta varan á markaðnum í dag en Mikel Arteta er hjá Arsenal og Maresca tekur nú við Chelsea. Þá er Vincent Kompany að taka við Bayern en hann vinnur eftir hugmyndafræði Guardiola eftir að þeir unnu saman hjá City.
Maresca hefur samið við Chelsea um kaup og kjör en nú er Chelsea að ræða við Leicester til að kaupa upp samning Maresca við félagið.
Chelsea ákvað að reka Mauricio Pochettino úr starfi í síðustu viku og nú stefnir í að arftaki hans sé klár.
🚨🔵 Chelsea are advancing in talks to appoint Enzo Maresca as new head coach.
Positive talks over the weekend, he’s 100% keen and excited by #CFC project.
No issues on Maresca’s contract already being discussed — talks to follow with Leicester City over €10m compensation fee. pic.twitter.com/ErZWLZPBrC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 27, 2024