fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Var að horfa á sjónvarpið þegar ógnvekjandi gestur kom í heimsókn

Pressan
Mánudaginn 27. maí 2024 11:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hafa ekki margir lent í því að vera að horfa á sjónvarpið eina stundina en þá næstu að berjast fyrir lífi sínu eftir að svartbjörn ræðst inn til þín.

Það er engu að síður það sem kom fyrir hinn 15 ára gamla Brigham Hawkins síðastliðinn fimmtudag. Hawkins var í slökun fyrir framan sjónvarpið í kofa fjölskyldu sinnar í Alpine í Arizona þegar svartbjörninn réðst inn, en fjölskyldan farið til Alpine í nokkra daga til að veiða.

Brigham átti sér einskis ills von en hann þjáist af taugasjúkdómi sem gerir það að verkum að hann getur illa hreyft sig. Voru það aðstandendur hans í næsta kofa sem heyrðu öskrin í honum þegar björninn gekk inn og sló Hawkins nokkrum sinnum.

Það var eldri bróðir Hawkins sem kom fyrstur á vettvang og taldi hann að stór hundur hefði gengið inn í kofann. Hann áttaði sig á alvarleika málsins þegar björninn gerði sig líklegan til að ráðast á hann. Tókst honum að hlaupa undan og loka sig inn í nærliggjandi kofa á meðan björninn elti.

Lögregla kom á vettvang og var björninn, sem líklega var um þriggja ára, drepinn af laganna vörðum skammt frá dvalarstað fjölskyldunnar.

Shawn Wagner, lögreglustjóri á svæðinu, segir að Hawkins geti trúlega þakkað bróður sínum fyrir að vera á lífi. Ef hann hefði ekki náð að fanga athygli bjarnarins hefði líklega farið verr.

Hawkins var færður undir læknishendur en hann fékk meðal annars skurð á nef og á handlegg. Meiðsli hans voru sem betur fer ekki alvarleg.

Árásir bjarndýra á fólk eru ekki mjög algengar í Arizona en frá árinu 1990 hafa sextán slík tilfelli komið upp og tveir látist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu