fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Þekktur leikari skotinn til bana

Fókus
Mánudaginn 27. maí 2024 07:57

Johnny Wactor.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Johnny Wactor var skotinn til bana í miðborg Los Angeles á laugardag. Wactor, sem var 37 ára, var einna best þekktur fyrir leik sinn í sápuóperunni General Hospital.

Í fréttum bandarískra fjölmiðla kemur fram að Wactor hafi komið að þremur mönnum sem voru að reyna að fjarlægja hvarfakútinn úr bifreið hans. Um er að ræða hluta af pústkerfi bílsins og getur nýr slíkur kútur kostað nokkur hundruð þúsund krónur.

Málsatvik eru óljós en einn þessara þriggja manna dró upp skotvopn og skaut Wactor. Hann var fluttur á sjúkrahús í kjölfarið en úrskurðaður látinn við komuna þangað. Byssumaðurinn er enn ófundinn.

Wactor lék í tæplega 170 þáttum af General Hospital á árunum 2020 til 2022 sem hafa verið sýndir frá árinu 1963. Þá lék hann í þáttunum Army Wives, Westworld og Criminal Minds.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“