Chelsea er ekki í viðræðum við þá Ruben Amorim og Kieran McKenna og þeir munu ekki taka við liðinu í sumar.
Þetta fullyrðir blaðamaðurinn virti Fabrizio Romano sem er með ansi áreiðanlega heimildarmenn.
McKenna hefur mikið verið orðaður við Chelsea en hann er stjóri Ipswich og hefur komið liðinu í ensku úrvalsdeildina.
Samkvæmt Romano er McKenna þó ekki á lista Chelsea en gæti þó rætt við önnur félög í sumarglugganum.
Amorim hefur þá gert frábæra hluti með Sporting í Portúgal en allar líkur eru á að hann haldi áfram sem stjóri liðsins.