fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Xavi staðfestir að hann hafi viljað halda áfram – ,,Var tjáð að það væri ekki möguleiki“

Victor Pálsson
Mánudaginn 27. maí 2024 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Xavi hefur staðfest það að hann hafi viljað halda áfram störfum sem stjóri Barcelona en fékk einfaldlega ekki þann möguleika.

Hansi Flick er að taka við Barcelona en það var staðfest fyrr í vetur að Xavi myndi hætta með liðið eftir tímabilið.

Xavi ákvað þó að taka U-beygju og var tilbúinn að halda áfram störfum en forseti félagsins, Joan Laporta, ákvað að leita annað.

Xavi hefur nú opnað sig og segir að hann hafi breytt um skoðun en það gæti einfaldlega hafa verið of seint.

,,Er þetta léttir? Nei því ég vildi halda áfram en mér var tjáð að það væri ekki möguleiki,“ sagði Xavi.

,,Það er eins og það sem ég sagði áður hafi búið til einhvers konar jarðskjálfa. Ég veit ekki af hverju.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur