Pep Guardiola, stjóri Manchester City, mun hætta með liðið eftir næsta tímabil en frá þessu greinir Daily Mail.
Guardiola hefur staðfest það að hann muni snúa aftur næsta vetur og ætlar að stýra meisturunum í eitt tímabil í viðbót.
Spánverjinn á 12 mánuði eftir af samningi sínum í Manchester en hann hefur starfað þar frá árinu 2016.
City vill mikið halda Guardiola sem hefur unnið 15 titla á þessum átta árum eftir að hafa tekið við liðinu.
Mail segir að allar líkur séu á að Guardiola sé nú að kveðja Manchester en hvert hann heldur næst verður að koma í ljós næsta sumar.