fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fréttir

Skatturinn krefur lífeyrisþega um milljónir fyrir mistök – „Það er eins og þessi tölvukerfi séu að reyna að búa til hjartaáfall hjá manni“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 26. maí 2024 19:00

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörgum brá í brún þegar álagningarseðill þeirra var birtur á dögunum. Aðilar sem hafa fengið örorku- eða ellilífeyrisgreiðslur lentu margir í því að fá kolrangan útreikning og voru jafnvel krafinn um milljónir í meinta vangreidda skatta. Ekki er alveg ljóst af hverju mistökin stafa.

Einn sinstaklingur, sem fær aðeins skattfrjálsar greiðslur frá TR, segir að á álagningarseðli hafi verið gengið út frá því að hann hafi fengið milljónir á síðasta ári frá TR og að enginn skattur hafi verið dreginn af þeim. Viðkomandi var því krafinn um tæplega tveggja milljón króna skuld þrátt fyrir að hafa aðeins fengið um hálfa milljón greidda frá stofnuninni á síðasta ári, og það skattfrjálsan barnalífeyri.

Umræða hefur eins átt sér stað um þessa stöðu inn á Facebook-síðunni Fjármálatips og þar greinir fólk greinir frá því að hafa fengið bréf frá skattinum um að hér sé um mistök að ræða sem verði leiðrétt eftir helgi. Ein greindi frá svipuðu tilfelli og frá greinir hér að ofan. Hún hafi varla fengið fjárhæðir sem nokkru nemi frá TR á síðasta ári en eigi skyndilega að skulda rúma milljón út af vangreiddum sköttum af fjárhæðum sem hún aldrei fékk.

„Það er eins og þessi tölvukerfi séu að reyna að búa til hjartaáfall hjá manni,“ skrifaði hún í athugasemd.

Frá svörum Skattsins við fyrirspurnum þeirra sem lentu í þessum mistökum hefur Tryggingastofnun sent inn leiðréttingu og verða álagningarseðlar leiðréttir fyrir mánaðamót.

Í bréfi Skattsins segir:

„Svo virðist sem ekki hafi, í einhverjum tilfellum, verið tekið tillit til réttrar fjárhæðar staðgreiðslu frá Tryggingastofnun ríkisins við álagningu 2024.

Þetta leiðir til þess að álagningarseðill sýnir ekki réttar upplýsingar um afdregna staðgreiðslu og þar með skuldastöðu.

Í þeim tilfellum sem þetta á við verður gerð leiðrétting á álagningu fyrir 31. maí nk.

Eigi þetta við í þínu tilfelli færðu tölvupóst frá okkur í næstu viku þess efnis að þú eigir bréf á þjónustusíðu þinni þar sem viðeigandi leiðrétting verður útlistuð.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“