Antonio Conte er að snúa aftur til starfa rúmlega einu ári eftir að hafa fengið sparkið frá Tottenham á Englandi.
Frá þessu greinir Sky Sports en miklar líkur eru á að Conte sé að taka við liði Napoli á Ítalíu.
Conte þekkir það vel að þjálfa í heimalandinu en hann vann Serie A með bæði Juventus og Inter Milan.
Hann hefur einnig þjálfað lið eins og Chelsea og ítalska landsliðið og var flottur leikmaður á sínum tíma.
Napoli er að leita að nýjum stjóra og eftir að hafa mistekist að semja við Gian Piero Gasperini hjá Atalanta eru allar líkur á að Conte taki við félaginu.