fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
433Sport

Danmörk: Sverrir Ingi meistari eftir rosalega lokaumferð

Victor Pálsson
Sunnudaginn 26. maí 2024 17:00

Sverrir gekk í raðir Midtjylland í fyrra. Mynd: Midtjylland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sverrir Ingi Ingason og hans félagar í Midtjylland eru meistarar í Danmörku eftir svakalega lokaumferð í kvöld.

Midtjylland gerði 3-3 jafntefli við Silkeborg en Sverrir spilaði allan leikinn í öftustu línu á heimavelli.

Midtjylland var ekki í toppsætinu fyrir lokaumferðina en Brondby spilaði á sama tíma við Aarhus á heimavelli.

Þeim leik lauk hins vegar með óvæntum 3-2 útisigri Aarhus og var jafntefli nóg til að tryggja Midtjylland titilinn.

Brondby hefði dugað jafntefli á heimavelli vegna úrslita í leik Sverris og félaga en leikmenn liðsins virðast hafa misst hausinn algjörlega.

Mikael Neville Anderson er leikmaður Aarhus og spilaði 84. mínútur í sigrinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lengjudeildin: Dalvík/Reynir sótti gott stig

Lengjudeildin: Dalvík/Reynir sótti gott stig
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Áhrifavaldur borgaði ungum krökkum til að brjóta lögin: Lögreglan nær ekki tali af honum – Ótrúleg upphæð í boði

Áhrifavaldur borgaði ungum krökkum til að brjóta lögin: Lögreglan nær ekki tali af honum – Ótrúleg upphæð í boði
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Súrealískt að mæta Ronaldo – „Ég hef fylgst með honum frá því ég var krakki“

Súrealískt að mæta Ronaldo – „Ég hef fylgst með honum frá því ég var krakki“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

U-beygja sem hentar Manchester United vel

U-beygja sem hentar Manchester United vel