Það vakti mikla athygli á dögunum er framherjinn Marcus Rashford var ekki valinn í landsliðshóp Englands fyrir EM.
Rashford lék þó í auglýsingu og auglýsti föt fyrir England stuttu áður en flautað er til leiks í Þýskalandi.
Auglýsingin var gerð í samstarfi við M&S en þeir Conor Gallagher og Aaron Ramsdale tóku einnig þátt.
Gallagher og Ramsdale voru báðir valdir í hóp Englands fyrir EM en alls voru 33 leikmenn valdir en 26 munu fara á lokamótið.
Það vekur heldur betur athygli að Rashford hafi auglýst fatnaðinn fyrir England en hann hefur líklega tekið þá ákvörðun fyrir mörgum vikum.
,,Það er svo mikið rangt við þetta,“ skrifar einn við myndirnar og bætir annar við: ,,Af hverju, af hverju? Ekki það sem hann þurfti.“
Myndir af þessu má sjá hér.