Dwight Yorke, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að það sé lítil sem engin ógn í framlínu liðsins miðað við fyrri tíma.
Yorke bendir sérstaklega á danska landsliðsmanninn Rasmus Hojlund sem er fremsti maður enska stórliðsins.
Margar stórstjörnur hafa spilað fyrir United í gegnum tíðina en Yorke var sjálfur frábær í framlínu liðsins á sínum tíma.
Hojlund átti fínt fyrsta tímabil á Old Trafford en Yorke segir að staðan sé langt frá því að vera sú sama og fyrir tíu árum eða meira.
,,Óttinn sem fylgdi því að spila gegn Rooney, Van Nistelrooy, Yorke, Cole, Mark Hughes, hann er farinn,“ sagði Yorke.
,,Nú ertu með Rasmus í fremstu víglínu. Hann er ekki nálægt því að vera í sama gæðaflokki.“