Manchester United ku vera í bílstjórasætinu þegar kemur að vængmanninum öfluga Michael Olise sem spilar með Crystal Palace.
Frá þessu greina nokkrir miðlar og þar á meðal TeamTalk en Olise er líklega á förum frá Palace í sumar.
Um er að ræða gríðarlega öflugan leikmann sem var einn besti ef ekki besti leikmaður Palace í vetur.
Jim Ratcliffe, nýr eigandi United, ku vera mjög hrifinn af Olise og er til í að kaupa Englendinginn fyrir 60 milljónir punda.
Chelsea og Arsenal hafa einnig verið orðuð við Olise en samkvæmt nýjustu fregnum er United númer eitt og leiðir kapphlaupið.