KR 2 – 2 Vestri
1-0 Benoný Breki Andrésson(‘8)
2-0 Benoný Breki Andrésson(’40)
2-1 Vladimir Tufegdzic(’68, víti)
2-2 Pétur Bjarnason(’71)
KR tapaði niður tveggja marka forystu á heimavelli í Bestu deild karla í dag er liðið spilaði við Vestra.
KR var með 2-0 forystu eftir fyrri hálfleikinn en Benoný Breki Andrésson skoraði bæði mörkin fyrir heimaliðið.
Vestri gafst þó alls ekki upp og fékk vítaspyrnu á 68. mínútu og úr henni skoraði Vladimir Tufegdzic.
Aðeins þremur mínútum seinna var staðan orðin 2-2 en Pétur Bjarnason jafnaði þá metin fyrir Ísfirðinga.
Fleiri mörk voru ekki skoruð í Vesturbænum og er KR aðeins með 11 stig eftir fyrstu átta umferðirnar og situr í sjöunda sæti.