Víkingur Reykjavík náði í dramatískt jafntefli í Bestu deild kvenna í dag er liðið spilaði við FH í sjöttu umferð.
Allt stefndi í að FH myndi ná í sigur úr þessum leik en Hulda Ösp Ágústsdóttir sá um að tryggja Víkingum stig í blálokin.
Víkingur er með átta stig í fimmta sæti deildarinnar og er FH sæti neðar með sjö.
Á sama tíma spilaði Keflavík við lið Þrótt og vann sinn fyrsta sigur í sumar.
FH 2 – 2 Víkingur R.
0-1 Hafdís Bára Höskuldsdóttir
1-1 Snædís María Jörundsdóttir
2-1 Breukelen Woodard
2-2 Hulda Ösp Ágústsdóttir
Keflavík 1 – 0 Þróttur R.
1-0 Melanie Rendeiro