Quique Sanchez Flores, þjálfari Sevilla, hefur sent Barcelona alvöru pillu og gagnrýnir stórliðið fyrir sín vinnubrögð.
Flores er mjög ósáttur með hvernig Barcelona hefur komið fram við Xavi sem er einn besti miðjumaður í sögu félagsins.
Barcelona hefur ákveðið að losa sig við Xavi en hann hefur undanfarin þrjú ár starfað sem þjálfari liðsins.
Flores er ekki sá eini sem hefur gagnrýnt vinnubrögð Barcelona en margir eru sammála um að Xavi hafi átt betra skilið.
,,Ég ætti ekki að segja þetta en hversu illa kemur Barcelona fram við goðsagnir.. Þetta eru slæmir tímar,“ sagði Flores.
,,Koeman, Messi og nú Xavi, hversu lélegt er þetta. Ég óska þess að félög myndu koma vel fram við sínar eigin goðsagnir, það væri frábært.“