Bjarni Benediksson forsætisráðherra var í heimsókn í Malaví í Suðaustur-Afríku en tilefnið var 35 ára samstarfsafmæli Íslands og Malaví. Mbl.is greindi frá. Bjarni fór til Afríku um síðustu helgi og kom aftur til landsins í gær, föstudag.
Í upphafi þróunarsamvinnu Íslands og Malaví var lögð áhersla á fiskveiðar og vinnslu við Malavívatn en í dag er áhersla lögð á heilbrigðisþjónustu, menntun og vatns- og hreinlætismál, að því er fram kemur á vef stjórnarráðsins.
Á samfélagsmiðlinum X má sjá Bjarni stíga einhvers konar frumbyggjadans í heimsókninni með gestgjöfum sínum. Óhætt er að segja að forsætisráðherrann tekur sig vel út í myndbandinu.
holy shit pic.twitter.com/oMcojiyi06
— swAgnar Már (@agnarmm) May 24, 2024