Það voru fáir jafn leiðir og maður að nafni Ethan Conway sem er stuðningsmaður Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.
Conway er mikið fyrir það að veðja á knattspyrnuleiki og bjó til athyglisverðan miða um síðustu helgi eða lokaumferð úrvalsdeildarinnar.
Conway spáði því að Manchester United myndi vinna Brighton 2-0 sem var rétt, að Liverpool myndi vinna Wolves með sömu markatölu og að Tottenham myndi sigra Sheffield United 3-0.
Þessi ágæti strákur borgaði 219 pund fyrir miðann en ákvað að ‘casha út’ þegar um tíu mínútur voru eftir af leikjunum.
Hann græddi vel á þessum miða og fékk rúmlega fimm þúsund pund en sú upphæð hefði getað endað í 800 þúsund eða 140 milljónum króna.
Rasmus Hojlund skoraði annað mark United stuttu eftir að Conway hafði samþykkt þessi fimm þúsund pund frekar en að eiga í hættu á að tapa öllum peningnum.
Hefði Conway haldið ró sinn þá væri hann 140 milljónum ríkari í dag og viðurkennir sjálfur að hann sé miður sín yfir stöðunni.
,,Ég er svo sár. Þetta voru 50/50 líkur. Annað hvort tekurðu peninginn sem er í boði eða ekki. Enginn vildi trúa þessu en fjölskyldan var ánægð með að ég hafi unnið fimm þúsund pund,“ sagði Conway.