Þýski miðillinn Bild birti ansi áhugaverða frétt í gær þar sem fjallað er um fyrrum markmann Paris Saint-Germain, Kevin Trapp.
Trapp er í dag markvörður Eintracht Frankfurt en hann er talinn vera afar myndarlegur og er í sambandi með fyrirsætunni Izabel Goulart.
Samkvæmt Bild hefur Frankfurt áhyggjur af þessu sambandi og er ástæðan heldur sérstök en Isabel spilar stórt hlutverk.
Greint er frá því að Frankfurt hafi áhyggjur af kynlífi parsins og að Trapp sé að einbeita sér of mikið að öðrum hlutum í vinnunni.
Trapp ku hafa staðið sig mun verr á æfingum Frankfurt undanfarnar vikur en Bild segir að kærasta hans heimti kynlíf allt að þrisvar á dag sem gæti haft áhrif á hans frammistöðu.
Kynlífið ku ekki vera hefðbundið en Trapp er sjálfur 33 ára gamall en Isabel er sex árum eldri og kynntust þau er hann lék með PSG í Frakklandi.