fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
433Sport

Bálreiður og segir fjölmiðla búa til lygasögur – ,,Eruð að búa til eitrað andrúmsloft“

Victor Pálsson
Laugardaginn 25. maí 2024 12:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marc Andre ter Stegen, markvörður Barcelona, harðneitar þeim sögusögnum að hann hafi beðið forseta félagsins, Joan Laporta, um að reka stjóra liðsins, Xavi.

Búið er að taka ákvörðun um að reka Xavi úr starfi en Hansi Flick, landi Ter Stegen frá Þýskalandi, mun taka við liðinu.

Miðillinn Barca Reservat fullyrti það að Ter Stegen hafi rætt við Laporta og greint frá því að leikmenn væru ósáttir með vinnubrögð þjálfarans.

Talað er sérstaklega um eitt atvik en Xavi á að hafa baunað á leikmenn liðsins fyrir mistök í tapi gegn liði Girona.

Ter Stegen harðneitar þessum sögusögnum og segist aldrei hafa farið á bakvið Xavi.

,,Ég samþykki það ekki að einhver sé að nota mitt nafn til að búa til eitrað andrúmsloft vegna falsfrétta,“ sagði Ter Stegen.

,,Ef ég hef eitthvað að segja þá mun ég alltaf segja það við manneskjuna sjálfa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lengjudeildin: Dalvík/Reynir sótti gott stig

Lengjudeildin: Dalvík/Reynir sótti gott stig
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Áhrifavaldur borgaði ungum krökkum til að brjóta lögin: Lögreglan nær ekki tali af honum – Ótrúleg upphæð í boði

Áhrifavaldur borgaði ungum krökkum til að brjóta lögin: Lögreglan nær ekki tali af honum – Ótrúleg upphæð í boði
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Súrealískt að mæta Ronaldo – „Ég hef fylgst með honum frá því ég var krakki“

Súrealískt að mæta Ronaldo – „Ég hef fylgst með honum frá því ég var krakki“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

U-beygja sem hentar Manchester United vel

U-beygja sem hentar Manchester United vel