Gary Neville, goðsögn Manchester United, hefur skotið á goðsögnina Noel Gallagher en það er nafn sem margir kannast við.
Gallagher er þekktastur fyrir það að vera söngvari í hljómsveitinni Oasis sem var gríðarlega vinsæl um allan heim áður en hún hætti störfum 2009.
Gallagher er harður stuðningsmaður Manchester City og var mættur á völlinn er liðið vann Englandsmeistaratitilinn um síðustu helgi.
Neville sem starfar í dag í sjónvarpi segir að það sé þó rangt af Gallagher að tjá sig mikið um Manchester þar sem hann býr í London og sést afskaplega lítið á þeim slóðum.
,,Hann hefur verið stór hluti af sögu Manchester en hann býr í London,“ sagði Neville um söngvarann.
,,Veistu hvað ég á við, Noel? Ekki tala um Manchester.. Þú býrð í London. Þú getur ekki byrjað að tjá þig um Manchester.“
,,Hann hefur ekki verið hérna í 25 ár. Hann kemur hérna einu sinni á ári til að taka þátt í fögnuðinum.“