Erik ten Hag, stjóri Manchester United, er sterklega orðaður við brottför en eigendur félagsins eru taldir ætla að sparka honum í sumar.
Ten Hag mun stýra sínum síðasta leik allavega í bili í dag er United mætir Manchester City í úrslitaleik enska bikarsins.
Hollendingurinn hafði ekki mikið að segja um orðrómana en segist eiga sumarfrí skilið enda vinnan búin í bili eftir helgi.
,,Við höfum nú þegar talað saman og á sunnudaginn þá ætla ég í sumarfrí. Ég á það skilið,“ sagði Ten Hag.
,,Það er ekki nauðsynlegt[að fá staðfestingu frá eigendunum], við stefnum á næsta tímabil.“