Lögmaður konunnar sem kærði Albert Guðmundsson, knattspyrnumann, fyrir kynferðisbrot síðasta sumar segir ákvörðun ríkissaksóknara að fela héraðssaksóknara að höfða sakamál á hendur honum gefa það til kynna að ríkissaksóknari telji líklegt að hann verði sakfelldur.
Lögmaðurinn, Eva Bryndís Helgadóttir, segir þetta í samtali við mbl.is.
Meira
Albert Guðmundsson verður ákærður fyrir kynferðisbrot
Mál Alberts var látið falla niður hjá héraðssaksóknara í febrúar en var sú ákvörðun kærð til ríkissaksóknara sem felur héraðssaksóknara það nú að gefa út ákæru. Það var greint frá þessu í dag.
„[Ríkissaksóknari] fellir niður niðurfellinguna hjá héraðssaksóknara og leggur fyrir héraðssaksóknara að höfða sakamál á hendur Alberti Guðmundssyni fyrir kynferðisbrot. Það er gert með útgáfu ákæru,“ segir Eva við mbl.is.