Ríkissaksóknari hefur fellt ákvörðun héraðssaksóknara í máli Alberts Guðmundssonar, leikmanns Genóa í knattspyrnu, úr gildi og lagt fyrir héraðssaksóknara að höfða sakamál á hendur honum. Albert verður því ákærður fyrir kynferðisbrot.
Eva Bryndís Helgadóttir lögmaður konunnar sem lagði fram kæru á hendur Alberti síðasta sumar staðfestir þetta við Vísi. Segir hún að í niðurstöðu ríkissaksóknara sé tekið fram að talið sé líklegt að gögn málsins leiði til sakfellis.
„Framburður brotaþola þyki einkar trúverðugur. Auðvitað er þetta í samræmi við það sem minn umbjóðandi sagði í upphafi. Þannig það kemur ekki á óvart að henni sé trúað,“ segi Vísir.